laugardagur, desember 17, 2005

Lounge Beach

Um þessar mundir er vinsælt hjá fyrirtækjum að halda veislur fyrir starfsfólk og aðra nákomna, svipað og árshátíðir á Íslandi. Í gærkvöldi var sjónvarpsstöðin TV Uniao með sína veislu á strandbarnum Lounge Beach. Fyrrum aðstoðarmaður minn, Claudio, er einhverri yfirmannsstöðu á þessari stöð, sem er frekar ný og lítil er nokkurs konar blanda af MTV og Skjá 1 og nokkuð vinsæl meðal unglinga, því þeir sýna mikið af tónlistarmyndböndum. Claudio sendi okkur boðsmiða í partýið og við mættum á staðinn um ellefuleitið. Lounge Beach er svona fyrsta klassa strandbar á Framtíðarströndinni (Praia do Futuro).

Partýið var nú ekkert sérstakt og fórum við frekar snemma heim. Við þekktum fáa og ég fílaði heldur ekki staðinn. Til að byrja með, þá fór nafnið strax í taugarnar á mér, því mér finnst pirrandi þegar fólk er að setja ensk nöfn á hluti, hvort sem það er á Íslandi eða hérna í Bras. Síðan er þetta bara svona dæmigerður tískustaður, eins og Broadway var á sínum tíma og síðan Hótel Ísland. Var aldrei fyrir minn smekk og er ekki enn. Ég vil ég miklu fremur fara á Sorriso do Sol (Bros Sólarinnar), sem er annar strandbar á sömu strönd, í lægri klassa og troða þar oft upp lókal (afsk. slettuna) reggae hljómsveitir. Marcia var hins vegar ánægð með staðinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home