sunnudagur, nóvember 20, 2005

Rólegur sunnudagur

Vöknuðu tiltölulega snemma í morgun og fórum í sund á ströndinni hérna fyrir neðan. Það var hressandi og busluðum við í rúman hálftím. Síðan röltum við á fiskmarkaðinn og keyptum okkur einn pargo. Hann var flakaður fyrir okkur og fengum við með haus og bein, sem kom sér vel í sósuna. Ég tók líka með hálfan túnfisk, sem fer líklega í sashimi. Við ákváðum að reyna einhverja nýja uppskrift og varð fyrir valinu bls. 56 í Veislubók Hagkaups. Það kom mjög vel út, þó ég þyrfti að nota vorlauk í stað fyrir blaðlauk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home