Cantinho da Vilany
Ákváðum að fara á Framtíðarströndina (Praia do Futuro) um hádegið, en þá var lágflæði sem er betra til baða sig á þeirri ströndinni.Við ákváðum að fara á bar sem við höfðum ekki lengið komið, Marinhos. Þjónustan var léleg eins og síðast og það rann upp fyrir manni af hverju við biðum svo lengi með það heimsækja þennan stað. Þetta er annars ágætisbar, nokkuð langt á milli borða og kókostré hressa upp á myndina. Sjórinn var mjög góður, volgur og lágum við í smá sundlaug sem hafði myndast við flæðarmálið í góðan tíma. Fengum okkur síðan grillaðan ost og þar á eftir ostrur, sem voru sérstaklega góðan hjá ostrunáunganum, svo góðar að ég tók niður símanúmerið hjá honum. Það er líka hægt að panta heim, t.d. í partý, 100 ostrur takk fyrir sem eru opnaðar á staðnum fyrir gesti. Ekki slæmt Þeir sem vilja geta hringt í 55 85 87090959 og talað bið Bruno. Ég er samt ekki viss um hvort hann taki við alþjóðlegum pöntunum...... líklega ekki, ef maður fer að pæla í því.
Eftir rúma tvo tíma á ströndinni, ákváðum við að fá okkur almennilega að borða og skelltum okkur á Cantinho da Vilany (Hornið hjá Vilany), sem var nýbúið að endurbæta. Endurbæturnar voru því miður til hins verra. Þetta var svona ofboðslega heimilislegur staður. Í litlu lægri-millistéttarhverfi, voru tvær konum með lítill stað heima hjá annari þeirra. Þar voru fjögur lítil plastborð á verönd hússins og oft þétt setið. Til að fara á salernið, gekk maður í gegnum stofuna, þar sem krakkarnir voru að horfa á sjónvarpið, klofaði yfir risatóran schafer hund. Skemmtileg stemmning, maturinn mjög góður og á fínu verði, fiskurinn alltaf ferskur, kolkrabbahrísgrjónin og moqueca-skatan mjög góð og ekki klikkar feijoada á laugardögum.
Nú er búið að stækka staðinn, það var byggt ofan á húsið þar sem þau búa núna og er öll neðri hæðinn orðinn veitingastaður, mjög ¨ordenary¨ staður með lítinn sjarma, en maturinn er enn góður sem er aðalatriðið. Vilany og Vania voru samt yfir sig ánægðar með breytingarnar og gat maður ekki annað en gleðjast með þeim, gaman að sjá þeim ganga vel og geta stækkað við sig. Þær eiga það skilið.
Um kvöldið kíktum við síðan út og ákváðum við að prófa tiltölulega nýjan pizzastað í næsta hverfi, sem kallast Vignoli. Vinalegur staður með borð á gangstéttinni í rólegri götu og pizzan var mjög góð, næfurþunn eins og brassarnir vilja hana. Við fengum okkur hálfa vignoli (steiktur hvítlaukur og ostur) og hálfa klettasalat með sólþurkuðum tómötum. Báðar mjög góðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home