laugardagur, nóvember 19, 2005

Eden

Barinn Armazén, sem við fórum fyrst á, hefur aldeilis dottið niður á við. Við pöntuðum eina Caldo Verde (sem er portúgölsk grænkálssúpa) og saltfisksbollur, en hvorugt var gott. Á gamla markaðnum (Mercado dos Pinhoes) á móti var ball fyrir eldra fólk, hljómsveit spilaði samba lög og aðra gamla smelli. Þar var mikið dansað og heljarinnar fjör.

Við drifum okkur út af þessum drasl bar og ákváðum að kíkja í Eden, sem er skemmtistaður í einni af gömlu vöruskemmunum í kringum Dragao do Mar. Þar voru tónleikar með reggae hljómsveit og annari sem spilaði blöndu af maracatu, rokki og forró. Þetta var maracatu-dæmi var ágætt, en frekar þreytandi til lengdar og var fólk orðið frekar þreytt á þessu eftir 3-4 lög. Það kom síðan fjör í mannskapinn þegar reggae bandið Mozumbos byrjaði, góð hljómsveit sem á talsvert að frumsömdum lögum, en spilar líka lög eftir Bob Marley, Gladiators og fleiri. Við fórum þegar klukkan fór að nálgast 3 og stoppuðum á einum snakkstað og fengum okkur góða samloku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home