Faustino
Vöknuðum seint og ákváðum að taka deginum rólega. Priscila kom síðan í heimsókn með Gabriel og voru þau hjá okkur í góða stund. Það er farið er vera meira gaman af honum, ekki eins mikið smábarn og Priscila er aðeins farin að aga hann til, en okkur hefur fundist verið dekrað einum og mikið við hann.
Um kl. 16 fórum við síðan út og fengum okkur að borða á veitingastaðnum Faustino. Þar var enginn þegar við komum og mjög notarlegt. Fengum okkur ofnbkað eggaldin með wasabi-sósu í forrétt og síðan grillaðan tilápia (nokkuð algengur vatnafiskur hérna) með möndlum og kartöflum. Góður matur, en ansi hefur hann hækkað verðin :-(
Á heimaleiðinni tókum okkur myndir á leigu; Life Of Brian og Meaning Of Life með Monty Python, og Clone með Christopher Lambert og Nastassia Kinski.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home