Seglbrettanámskeið
Þetta er búið að vera á döfinni í nokkur ár, en ég hef einhvernveginn aldrei komið mér í það. Ég hef oft fylgst með þessum náungum héðan af svölunum þegar geysa út á haf og iðulega sagt með mér að ég þyrfti nú að fara að skella mér í þetta, en það vantaði alltaf herslumuninn.
Það var nú dáldið erfitt koma þessu saman við vinnuna þegar ég var fastur starfsmaður, enda ekki nógu gott að koma klukkutíma of seint til vinnu 2-3svar í viku. Eftir það kom síðan tímabil þar sem var lítið um afgang í veskinu, en það hefur aðeins batnað. Það var því um að gera að drífa í þessu, á meðan þessa risaalda kemur ekki og maður býr hérna við sjóinn, í 5 mínútna göngufjarlægð frá seglbrettaskólanum.
Ég rölti sem sagt þarna niður á ströndina kl. 8 í morgun og kýldi á þetta. Námskeiðið er 18 tímar og maður ræður því bara sjálfur hvenær maður tekur þessa tíma, sem er nokkuð þægilegt finnst mér.
Það þarf þó að klára það innan tveggja mánuða, það er sanngjarnt og hentar mér ágætlega. Ég stefni því á fara á þriðju- og fimmtudögum og taka síðan einn og annar laugardag.
Fyrsti tíminn gekk bara vel, fyrsti hálftíminn fór í það að sýna manni undirstöðuatriðin á sandinum og síðan var farið í sjóinn. Það var nú töluvert erfiðara að eiga við þetta í vatninu, en mér gekk samt ágætlega fannst mér. Nema þegar kennarinn sagði mér að beygja, þá missti ég fljótlega jafnvægið. En þetta var bara gaman og ég hlakka til að fara aftur á fimmtudaginn.
Það var nú dáldið erfitt koma þessu saman við vinnuna þegar ég var fastur starfsmaður, enda ekki nógu gott að koma klukkutíma of seint til vinnu 2-3svar í viku. Eftir það kom síðan tímabil þar sem var lítið um afgang í veskinu, en það hefur aðeins batnað. Það var því um að gera að drífa í þessu, á meðan þessa risaalda kemur ekki og maður býr hérna við sjóinn, í 5 mínútna göngufjarlægð frá seglbrettaskólanum.
Ég rölti sem sagt þarna niður á ströndina kl. 8 í morgun og kýldi á þetta. Námskeiðið er 18 tímar og maður ræður því bara sjálfur hvenær maður tekur þessa tíma, sem er nokkuð þægilegt finnst mér.
Það þarf þó að klára það innan tveggja mánuða, það er sanngjarnt og hentar mér ágætlega. Ég stefni því á fara á þriðju- og fimmtudögum og taka síðan einn og annar laugardag.
Fyrsti tíminn gekk bara vel, fyrsti hálftíminn fór í það að sýna manni undirstöðuatriðin á sandinum og síðan var farið í sjóinn. Það var nú töluvert erfiðara að eiga við þetta í vatninu, en mér gekk samt ágætlega fannst mér. Nema þegar kennarinn sagði mér að beygja, þá missti ég fljótlega jafnvægið. En þetta var bara gaman og ég hlakka til að fara aftur á fimmtudaginn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home