Indíánaleikar
Það voru hérna í vikunni Indíánaleikarnir, sem haldnir eru á árlega síðan 1997 í Þá koma saman indíánar úr hinum ýmsu þjóðflokkum alls staðar að úr Brasilíu. Xavantes, Tapeba, Kamayura, Guarani, Tremembe, Pataxó, Bororo o.fl. keppa saman í hinum ýmsu íþróttum eins og spjótkasti, bogfimi (með alvöru boga en ekki þessu drasli sem þeir nota á Ólympíuleikunum nú orðið), glímu, trjábolahlaupi, sundi, kappróðri, reipitogi og fótbolta.
Við fórum tvisvar og kíktum á þetta, sem var mjög gaman. Allt fullt af indíánum uppdressaðir og margir voru málaðir, með alls kyns skraut og fjaðrir í hárinu, sumir úr einum þjóðflokknum voru líka með langa tréprjóna í nefi og höku. Þeir voru líka að selja ýmsa muni sem þeir búa til, styttur, hálsmen og ýmislegt skraut. Auk þess sýndu þeir sína þjóðdansa, tónlist, trúarathafnir og skutu eiturörvum úr blásturspípum, sem þeir nota til að veiða.
Það var góð stemmning yfir þessu og mikilvægt að reyna að varðveita þessa menningu.
Við fórum tvisvar og kíktum á þetta, sem var mjög gaman. Allt fullt af indíánum uppdressaðir og margir voru málaðir, með alls kyns skraut og fjaðrir í hárinu, sumir úr einum þjóðflokknum voru líka með langa tréprjóna í nefi og höku. Þeir voru líka að selja ýmsa muni sem þeir búa til, styttur, hálsmen og ýmislegt skraut. Auk þess sýndu þeir sína þjóðdansa, tónlist, trúarathafnir og skutu eiturörvum úr blásturspípum, sem þeir nota til að veiða.
Það var góð stemmning yfir þessu og mikilvægt að reyna að varðveita þessa menningu.
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home