sunnudagur, mars 14, 2010

Life and Death

It was shortly after noon and I had just watched the film Passchendaele, about Canadian soldiers in WWI, I went out on the balcony to look at ocean. I noticed a crowd gathering on the beach and more people approaching, too many people even for a Sunday, "Probably a fight or a robbery" I thought. I couldn´t see what was going on as the whole confusion was out of my sight behind a neighbour building. Soon a police helicopter arrived, kept hovering the area and three police cars stopped by. I got curious and decided to take Guará, the dog, for a walk. When I got down there things were already more calm, but there were still a lot of people around near the police cars, where some guys had been arrested and one was lying on the ground. I was told that some boys had been playing on a small boat and one little boy had been hit fell in the water and drowned. Not much was going on so I went for a walk on the seaside and on my way home on one of Guará's piss-stops I noticed something moving on the ground, it was a baby rat (or a mouse), just lying there on the back in middle of the street, just a few centimeters, pink and hairless. Apparently recentley born. It looked like it was made of plastic, but it was moving. I didn´t know what to do, try to save it or kill it? It was a rat after all. I thought about the boy who had just died over there and decided not interfere with its destiny.
It seemed pretty weird all, first the film with all its death and surviving as well, the boy´s death and the birth of a rat. Weird!

mánudagur, október 20, 2008

Frægð Íslands

Jæja, nú er Ísland orðið þekkt fyrir eitthvað annað en Björk hér í Brasilíu. Ég fór í íslensku landsliðstreyjunni í gær út á fiskmarkaðinn og keypti kolkrabba í matinn. Fisksalinn horfði á treyjuna og spurði "Ert þú frá Íslandi?". Ég jánkaði því og því næst spurði hann "Eruð þið ekki að fara dáldið illa út úr þessu fjármálveseni?", "Jú það má víst segja það", svaraði ég. Ísland hefur líklega aldrei verið jafn mikið í fréttum hér og nú.
Annars finnst mér hálf sorglegt að fólk skuli ekki hópmenna í mótmæli og krefjast að eitthvað almennilegt verði gert í málunum. Það virðast ekki hafa mætt fleiri en 3.000 (kannski ekki nema 500-700 skv. Mbl) niður á Austurvöll síðasta laugardag. Voru ekki 50.000 í bænum að taka á móti íþróttaliði með silfurmedalíu um daginn? Það eru kannski ekki það margir sem eru óánægðir með stöðuna og vilja að eitthvað verði gert í málunum. Kannski eru það bara þessir sem eru að nöldra dag eftir dag á bloggsíðum og öllum hinum er sama. Eða eru Íslendingar bara svona værukærir, láta taka sig í rassinn og væla aðeins "Æi, hættissu".
Mér hefur blöskrað margt sem ég hef lesið undanfarið og skil ekki þetta aðgerðarleysi almennings. Fólk ætti að taka sér Frakka og Argentínumenn til fyrirmyndar á svona tímum og láta almennilega í sér heyra.

mánudagur, ágúst 25, 2008

Handbolti

Þetta var frábær árangur hjá strákunum á ÓL og gaman að fylgjast með þessu. Frábært að hafa fengið medalíu, en maður verður alltaf hálf aumingjalegur þegar fólk spyr hvað Ísland sé nú komið með margar.
En hvaða bjánaskapur er þetta með nöfnin á peysunum, STEFANSSON, GEIRSSON, ATLASON, SIGURDSSON o.s.frv.? Af hverju í ósköpunum er verið að nota föðurnöfnin en ekki nöfn strákanna? Asnalegt að vera herma eftir þjóðum sem nota ættarnöfn meira en eiginnöfn. Gera þetta bara eins og brassarnir og nota ÓLI STEF, LOGI GEIRS, INGIMUNDUR o.s.frv. Manni þætti undarlegt ef það væri NASCIMENTO, FARIA, MOREIRA í staðinn fyrir PELÉ, ROMÁRIO, RONALDINHO.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Á vellinum

Ég fór á völlinn um daginn að "skjóta" fyrir smá auglýsingu sem ég er að gera fyrir annað fótboltafélagið hér í bæ, Ceará SC. Ég fór með myndatökumanni og aðstoðarmanni upp í stúkuna þar sem aðal stuðningsmennirnir halda sig. Þar var svaka stemmning en á sama tíma var þetta hálf "scary", því það er sagt að þetta séu meira og minna krimmar sem halda sig þarna og hrópuðu allir í kór "Uh, vai morrer! Uh, vai morrer!" (þýð. Ú, þú munt deyja! Ú, þú munt deyja!) þegar við færðum okkur inn á svæðið, en þessu var ekki beint að okkur, sem betur fer, heldur stuðningsmönnum hins liðsins. Einn þeirra huldi andlitið með bolnum þegar við snérum myndavélinni í hans átt og er örugglega eftirlýstur af lögreglunni.



Það er líka hægt að sjá myndabandið í betri gæðum á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=v-Zwlepflr4
og smella á "watch in high quality".

þriðjudagur, maí 20, 2008

Ísland í fréttum

Ísland fékk mjög góða umfjöllun í aðalfréttatíma landsins í gær. Sagt var frá hvalaskoðunarbát sem gengur fyrir vetni og ku vera sá fyrsti í heimi. Einnig var minnst á einu vetnisáfyllingastöð í heimi og sagt frá áætlunum um að hafa öll samgöngungutæki landsins gangandi fyrir vetni árið 2050. Það var sagt að vetnið væri unnið með jarðhitaorku og þótti þetta allt mjög merkilegt, sérstaklaga í ljósi þess að svona pínulítið land stæði svo framarlega. Enda er endalaust verið að tala um mengun og ofhitnun jarðar o.s.frv.

Það má sjá fréttina hér.

Það var líka skondið að fréttin kom beint á eftir fréttum af ruslabrennum í Napoli á Ítalíu.

mánudagur, janúar 28, 2008

Mangóferð

Við fórum um helgina upp í fjöll og eins og oft áður gistum við í tjaldi á Lua Azul. Að þessu sinni voru með okkur Paulo og kærasta hans, Talita og labradorhvolpurinn Ghandi. Við lögðum af stað snemma á laugardagsmorgun, fengum okkur morgunmat á gömlum búgarði á leiðinni. Við stoppuðum einnig á leiðinni hjá fólki sem var að selja ávexti, en þar var ekkert sem mér þótti spennandi. Paulo sagðist hins vegar elska mangó, en Talita sagði að hann gæti örugglega fengið mangó upp frá. "Vitleysa" sagði Paulo og keypti fullan poka af mangó.
Þegar við komum á áfangastað, blöstu við okkur mörg mangótré full af ávöxtum og mangó sem lá eins og hráviður út um allt, því fólk hefur ekki við að tína það upp. Paulo var ansi vandræðalegur þegar hann brölti út úr bílnum með pokann fullan.
Annars var helgin fín, fórum í fossabað, borðuðum svokallaða sveitahænu og spiluðum rommý. Sunnudagurinn var með síðan með svipuðu móti og við renndum í bæinn seinni partinn.
Myndir hér.

föstudagur, janúar 25, 2008

Skjaldbaka

Marcia að hringdi áðan. Hún fór á ströndina með Gabriel. Efir dágóðan tíma þar, settist hún niður, horfði út á hafið, fór að hugleiða og setti sig í samband við náttúruna. Eftir smá stund sér hún litla skjaldböku í sjónum rétt hjá sér. Hún virtist vera þreytt og Marcia fór með hana heim. Hún var líka hrædd um að annað fólk í kring færi að gera henni mein. Ég sagði henni að hringja í IBAMA (nk. náttúruverndarráð) og þeir ætla að koma og ná í hana á eftir og koma henni á öruggan stað. Marcia kom henni síðan fyrir í bala út á svölum meðan hún bíður eftir að vera sótt.