mánudagur, desember 05, 2005

Mega-Tsunami

Fyrir 1-2 árum var sýndur hér í sjónvarpi fræðsluþáttur frá BBC um risaöldu sem gæti komið í kjölfar eldgoss á Kanaríeyjum. Þetta fyrirbæri kalla þeir mega-tsunami og gæti þessi alda skollið með miklum krafti á strendur norður- og suður-ameríku. Vísindamenn segja að þetta komi til með að gerast einhvern tíman á næstu nokkur þúsundum ára, þannig að maður þarf líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu.


Hins vegar kom miðill einn fram í sjónvarpsþætti í gær á stöðinni TV Diário og sagðist sjá fyrir risöldu sem myndi valda mikilli eyðileggingu hér. Hún ætti sín upptök við Kanaríeyjar og væri um 80 m. á hæð þegar hún kæmi hingað. Miðill þessi, sem heitir Juscelino Nóbrega da Luz, segist einnig hafa séð fyrir risölduna á Indlandshafi í fyrra, árásina á World Trade Center, tilræðið í Madrid, hvar Saddam Hussein væri að finna m.a. (Hann er víst að reyna að fá borgaða peningana sem settir voru til höfuðs fyrrum forsetans, en það gengur víst eitthvað erfiðlega) Hann segist hafa skrifað til viðkomandi stjórnvalda og varað þau við því sem væri framundan í öllum tilvikum, en ekki hlotið neitt svar. En hvað um það, þessi risaalda á sem sagt að gerast milli 2. og 25. nóvember árið 2013, þannig að maður hefur nógan tíma til að undirbúa sig fyrir það. Marcia er komin með smá áhyggjur út að þessu og finnst að við ættum alvarlega að spá í að kaupa hús eða lóð í einverjum bæ inni í landi.

Juscelino þessi sér það einnig fyrir að Italíu vinni heimsmeistarakeppnina á næsta ári. Forsetinn Lula mun ekki ná endurkjöri (sem kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart), borgarstjóri Sao Paulo og fyrrum forsetaframbjóðandi José Serra mun heldur ekki vinna, bjóði hann sig fram á ný, en hins vegar mun núverandi ríkisstjóri Sao Paulo, Geraldo Alckmin, vinna kosningarnar komist hann í framboð. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér með þetta.

Hér er að finna greinina á BBC: Mega-Tsunami: Wave of Destruction

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home