laugardagur, nóvember 26, 2005

Indíánaleikar

Það voru hérna í vikunni Indíánaleikarnir, sem haldnir eru á árlega síðan 1997 í Þá koma saman indíánar úr hinum ýmsu þjóðflokkum alls staðar að úr Brasilíu. Xavantes, Tapeba, Kamayura, Guarani, Tremembe, Pataxó, Bororo o.fl. keppa saman í hinum ýmsu íþróttum eins og spjótkasti, bogfimi (með alvöru boga en ekki þessu drasli sem þeir nota á Ólympíuleikunum nú orðið), glímu, trjábolahlaupi, sundi, kappróðri, reipitogi og fótbolta.
Við fórum tvisvar og kíktum á þetta, sem var mjög gaman. Allt fullt af indíánum uppdressaðir og margir voru málaðir, með alls kyns skraut og fjaðrir í hárinu, sumir úr einum þjóðflokknum voru líka með langa tréprjóna í nefi og höku. Þeir voru líka að selja ýmsa muni sem þeir búa til, styttur, hálsmen og ýmislegt skraut. Auk þess sýndu þeir sína þjóðdansa, tónlist, trúarathafnir og skutu eiturörvum úr blásturspípum, sem þeir nota til að veiða.
Það var góð stemmning yfir þessu og mikilvægt að reyna að varðveita þessa menningu.












sunnudagur, nóvember 20, 2005

Rólegur sunnudagur

Vöknuðu tiltölulega snemma í morgun og fórum í sund á ströndinni hérna fyrir neðan. Það var hressandi og busluðum við í rúman hálftím. Síðan röltum við á fiskmarkaðinn og keyptum okkur einn pargo. Hann var flakaður fyrir okkur og fengum við með haus og bein, sem kom sér vel í sósuna. Ég tók líka með hálfan túnfisk, sem fer líklega í sashimi. Við ákváðum að reyna einhverja nýja uppskrift og varð fyrir valinu bls. 56 í Veislubók Hagkaups. Það kom mjög vel út, þó ég þyrfti að nota vorlauk í stað fyrir blaðlauk.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Faustino

Vöknuðum seint og ákváðum að taka deginum rólega. Priscila kom síðan í heimsókn með Gabriel og voru þau hjá okkur í góða stund. Það er farið er vera meira gaman af honum, ekki eins mikið smábarn og Priscila er aðeins farin að aga hann til, en okkur hefur fundist verið dekrað einum og mikið við hann.

Um kl. 16 fórum við síðan út og fengum okkur að borða á veitingastaðnum Faustino. Þar var enginn þegar við komum og mjög notarlegt. Fengum okkur ofnbkað eggaldin með wasabi-sósu í forrétt og síðan grillaðan tilápia (nokkuð algengur vatnafiskur hérna) með möndlum og kartöflum. Góður matur, en ansi hefur hann hækkað verðin :-(

Á heimaleiðinni tókum okkur myndir á leigu; Life Of Brian og Meaning Of Life með Monty Python, og Clone með Christopher Lambert og Nastassia Kinski.

Eden

Barinn Armazén, sem við fórum fyrst á, hefur aldeilis dottið niður á við. Við pöntuðum eina Caldo Verde (sem er portúgölsk grænkálssúpa) og saltfisksbollur, en hvorugt var gott. Á gamla markaðnum (Mercado dos Pinhoes) á móti var ball fyrir eldra fólk, hljómsveit spilaði samba lög og aðra gamla smelli. Þar var mikið dansað og heljarinnar fjör.

Við drifum okkur út af þessum drasl bar og ákváðum að kíkja í Eden, sem er skemmtistaður í einni af gömlu vöruskemmunum í kringum Dragao do Mar. Þar voru tónleikar með reggae hljómsveit og annari sem spilaði blöndu af maracatu, rokki og forró. Þetta var maracatu-dæmi var ágætt, en frekar þreytandi til lengdar og var fólk orðið frekar þreytt á þessu eftir 3-4 lög. Það kom síðan fjör í mannskapinn þegar reggae bandið Mozumbos byrjaði, góð hljómsveit sem á talsvert að frumsömdum lögum, en spilar líka lög eftir Bob Marley, Gladiators og fleiri. Við fórum þegar klukkan fór að nálgast 3 og stoppuðum á einum snakkstað og fengum okkur góða samloku.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Næstum því brúðkaupsafmæli

18. október. Níu ár síðan við Marcia byrjuðum að búa saman, hálfgert brúðkaupsafmæli. Um að gera að halda upp á það einhvern veginn. Ætluðum að fara eitthvað gott út að borða, en við borðuðum nokkuð vel í hádeginu, þannig að við vorum eiginlega ekkert svöng og ákváðum að sleppa því að fara á einvern fínan stað. Þannig að við erum á leiðinni á einn skemmtilegan bar, þar sem er hægt að fá eitthvað snakk, eins og saltfisksbollur o.þ.h.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Hnetuterta 2

Hnetutertan kom alls ekki eins illa út og leit fyrir í byrjun. Hún er kannski í blautara lagi, en mjög gómsæt.
Næsta verður fullkomin.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Hauskúpa ET?


15 ára strákur í bænum Quixadá, sem er um 200km. inn í landi frá Fortaleza, fann út í móa hauskúpu, sem menn eru farnir að gruna að sé af annari plánetu kominn.
Sérfræðingar í UFO málum eru enn varkárir um að gefa frá sér stórar yfirlýsingar, en hauskúpan er vissulega undarleg og er hvorki af manni né neinu dýri á þessum slóðum.
Bærinn Quixadá er m.a. þekktur fyrir töluverða ¨umferð¨ fljúgandi diska og á víst að sjást nokkuð oft til þeirra þar.
ET náði kannski ekki í geimskipið eftir allt saman.

Maria Full of Grace

Við tókum þessa mynd á leigu í dag, Maria Full of Grace, og er hún nokkuð góð. Fjallar um ungar stúlkur í Kolombíu sem láta hafa sig út í það að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Mælum með henni.

Meira um myndina hér:

Maria Full of Grace Movie
IMDB Maria Full of Grace

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Hnetuterta

Frídagurinn var annars tekinn fremur rólega. Marcia fór í heimsókn til vinkonu sinnar sem er byrjuð að vinna á nýju hóteli og er þar með að tryggja sér vinnu þar, þegar einhver biður um nudd. Ég var heima á meðan og var að dunda við heimasíðuna mína, sem gengur all hægt fyrir sig.
Þegar Marcia kom til baka fórum við í það að gera hnetutertu, sem hún var með uppskrift af. Það átti reyndar að nota valhnetur, en þær voru svo rándýrar í búðinni að við ákváðum að nota cajuhnetur (cashew) í staðinn. Tertan hálf misheppnaðist, ég held hún hafi ekki verið nógu lengi í ofninum, þó hún hafi verið lengur en 25 mínúturnar sem uppskriftin bað um.

15 Nóvember

Þessi dagur er frídagur hér í Bras, einhver sjálfstæðisdagur víst.
Það er alltaf gott að fá frídaga inn á milli, en að fá þá á þriðjudögum er samt ekki í uppáhaldi hjá mér. Maður var rétt farinn að takast á við vikuna og bara kominn í pásu aftur. Mér finnst betra þegar þeir lenda á miðvikudögum eins og í þar síðustu viku (dagur hinna dauðu), þá skipta þeir vikunni skemmtilega niður: vinna tvo, frí einn, vinna tvo, frí tvo; það ættu helst allir miðvikudagar að vera frídagar. En það verður líklega ekkert úr því á næstunni.

sunnudagur, nóvember 13, 2005


Ég rölti hérna niður á strandgötu rétt fyrir sólsetur. Fínt hitastig og voru margir á ferðinni. Ég settist fljótlega niður á smá bar (bar í þessu tilviki er ein kona með frystikistu og tvö plastborð með plaststólum við gangstéttina), renndi þar niður einum bjór í dós og fylgdist með sólinni setjast.
Gekk síðan að málverkasölunum og snéri þá við. Á bakaleiðinni stoppaði hjá Luciu og fékk mér eitt acarajé, settist niður á barnum G2 og renndi niður einum bjór með því.
Fínt eftirmiðdegi :-)

Ný byrjun

Ég koksaði alveg á þessu bloggdæmi fyrir ári, en kannski ég byrji á þessu aftur. Eða kannski verður þetta bara svona árslegt dæmi hjá mér. Sjáum til.

Vöknuðum annars snemma í morgun og ákváðum að skella okkur á ströndina. Priscila og Gabriel fóru með. Það er orðið fínt að fara á ströndina aftur, roktímabilið staðið yfir og höfðum við það fínt.
Vorum mikið í sjónum, fengum okkur bjór og kókosvatn og vorum fram að hádegi. Gabriel fékk öldu yfir sig og gleypti smjá sjó. Var hann smá skelkaður eftir það og vildi síðan bara vera í sandinum og borða hann.

Síðan fórum við og keyptum fisk á markaðnum (glænýjan eins og ávalt þar) og snæddum hann pönnusteiktan hérna heimavið.