þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Hnetuterta

Frídagurinn var annars tekinn fremur rólega. Marcia fór í heimsókn til vinkonu sinnar sem er byrjuð að vinna á nýju hóteli og er þar með að tryggja sér vinnu þar, þegar einhver biður um nudd. Ég var heima á meðan og var að dunda við heimasíðuna mína, sem gengur all hægt fyrir sig.
Þegar Marcia kom til baka fórum við í það að gera hnetutertu, sem hún var með uppskrift af. Það átti reyndar að nota valhnetur, en þær voru svo rándýrar í búðinni að við ákváðum að nota cajuhnetur (cashew) í staðinn. Tertan hálf misheppnaðist, ég held hún hafi ekki verið nógu lengi í ofninum, þó hún hafi verið lengur en 25 mínúturnar sem uppskriftin bað um.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home