sunnudagur, nóvember 13, 2005


Ég rölti hérna niður á strandgötu rétt fyrir sólsetur. Fínt hitastig og voru margir á ferðinni. Ég settist fljótlega niður á smá bar (bar í þessu tilviki er ein kona með frystikistu og tvö plastborð með plaststólum við gangstéttina), renndi þar niður einum bjór í dós og fylgdist með sólinni setjast.
Gekk síðan að málverkasölunum og snéri þá við. Á bakaleiðinni stoppaði hjá Luciu og fékk mér eitt acarajé, settist niður á barnum G2 og renndi niður einum bjór með því.
Fínt eftirmiðdegi :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home