föstudagur, janúar 25, 2008

Skjaldbaka

Marcia að hringdi áðan. Hún fór á ströndina með Gabriel. Efir dágóðan tíma þar, settist hún niður, horfði út á hafið, fór að hugleiða og setti sig í samband við náttúruna. Eftir smá stund sér hún litla skjaldböku í sjónum rétt hjá sér. Hún virtist vera þreytt og Marcia fór með hana heim. Hún var líka hrædd um að annað fólk í kring færi að gera henni mein. Ég sagði henni að hringja í IBAMA (nk. náttúruverndarráð) og þeir ætla að koma og ná í hana á eftir og koma henni á öruggan stað. Marcia kom henni síðan fyrir í bala út á svölum meðan hún bíður eftir að vera sótt.


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

2:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Krúttleg þessi.
Svo sannarlega góðverk dagsins.
Knús héðan.
Þ og CO

2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home