Kominn aftur
Nú hef ég alveg verið að koksa á þessu bloggi undanfarið, en ég hef ákveðið að streytast aðeins við þetta.
Þetta rann allt í sandinn fyrir u.þ.b. mánuði þegar allt í einu komu upp 2 verkefni í einu, fyrir utan þessi daglegu. Ein stór auglýsingin fyrir eitthvað verkfræðifyrirtæki sem kallast Alusa og var nýbúið að setja í gang nýja rafmagnsleiðslu frá borginni Teresina til Fortaleza. Þeir vildu af einhverjum völdum monta sig af þessu mannvirki í sjónvarpi, þannig að þeir fengu Söndru til að framleiða eina auglýsingu fyrir sig. Það var nú óþarflega mikið tilstand í kringum þetta allt og var afraksturinn hálf ómerkilegur (sem má sjá hér), en þetta var ágætlega borgað þannig að allt er í fínu lagi.
Síðan kom þarna upp á sama tíma 10 mínútna vídeo fyrir eina verslun sem ég geri oft sjónvarpstilboð fyrir. Þessi verslun var að hefja eitthvað samstarf við einn bankann og það var tilefni stórveislu á lúxushóteli með blaðamannafundi, þar sem samstarfið var kynnt með fyrrnefndu myndbandi. Frekar leiðinlegt verkefni en nokkuð vel borgað og í kjölfarið komu nokkur minni verkefni.
Síðan fékk maður glæsta heimsókn frá Íslandi, en það gerist ekki oft og þá er maður ekkert að hanga yfir tölvunni í einhverjum dagbókaskrifum.
Þetta rann allt í sandinn fyrir u.þ.b. mánuði þegar allt í einu komu upp 2 verkefni í einu, fyrir utan þessi daglegu. Ein stór auglýsingin fyrir eitthvað verkfræðifyrirtæki sem kallast Alusa og var nýbúið að setja í gang nýja rafmagnsleiðslu frá borginni Teresina til Fortaleza. Þeir vildu af einhverjum völdum monta sig af þessu mannvirki í sjónvarpi, þannig að þeir fengu Söndru til að framleiða eina auglýsingu fyrir sig. Það var nú óþarflega mikið tilstand í kringum þetta allt og var afraksturinn hálf ómerkilegur (sem má sjá hér), en þetta var ágætlega borgað þannig að allt er í fínu lagi.
Síðan kom þarna upp á sama tíma 10 mínútna vídeo fyrir eina verslun sem ég geri oft sjónvarpstilboð fyrir. Þessi verslun var að hefja eitthvað samstarf við einn bankann og það var tilefni stórveislu á lúxushóteli með blaðamannafundi, þar sem samstarfið var kynnt með fyrrnefndu myndbandi. Frekar leiðinlegt verkefni en nokkuð vel borgað og í kjölfarið komu nokkur minni verkefni.
Síðan fékk maður glæsta heimsókn frá Íslandi, en það gerist ekki oft og þá er maður ekkert að hanga yfir tölvunni í einhverjum dagbókaskrifum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home