miðvikudagur, mars 15, 2006

Acarajé

baianaÉg hef víst nokkrum sinnum talað um "acarajé", þannig að það er kannski við hæfi að segja aðeins frá því.
"Acarajé" mætti kannski kalla hina brasilísku "eina með öllu", en það er víða selt hér úti á götu, aðallega þó í fylkinu Bahia, þaðan sem það á rætur sínar að rekja.
"Acarajé" er ávallt boðið fram af svokallaðri "baiana", sem þýðir einfaldlega "kona frá Bahia", en þær eru yfirleitt hvítklæddar, í stóru pilsi og með klæði vafið um höfuðið.

Hið ljúffenga "acarajé" samanstendur annars af eftirfarandi: Bollu á stærð við hamborgarabrauð, sem er skorin í tvennt og fyllt með "pimenta", "vatapá", "caruru", þurrkuðum rækjum og söxuðum tómötum.

acarajeBollan sjálf er gerð úr deigi úr "fradinho" baunum (litlar hvítar með svart "auga") og steikt í "dendê" olíu. "Dendê" olían, sem er brúngul að lit, á rætur sínar að rekja til Afríku og er hún unnin úr hnetum af pálmatré einu.
"Pimenta" er eldsterk sósa unnin úr "malagueta" piparávöxt.
vatapa"Vatapá" er appelsínugul stappa, gerð úr brauði, kókosmjólk og "dendê" olíu.
caruru"Caruru" er græn slímkennd stappa gerð úr grænmeti sem kallast "quiabo" eða "okra" og er víst líka mikið notað í "cajun" matargerð í Louisiana. Það tók mig smá tíma til að komast á bragðið, en nú er þetta í miklu uppáhaldi.

quiabo

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fróðlegur matarpistill! Mér virðist sem Acarajé sé næstum hæft "hardcore grænmetisætum" eins og mér sjálfum. Er annars alltaf sama innihaldið í fyllingunni? Ef ekki væri fyrir hinar þurrkuðu rækjur þá myndi mér lítast afar vel á að prófa þennan skyndibita Brassa þegar af því verður einhvern tíma að maður heimsækir þetta spennandi land ;)
kveðja, -Sigurður Már

7:35 e.h.  
Blogger Helgi Thor said...

Ekkert mál. Þetta er bara eins og með Bæjarins Bestu, þú biður bara um eina með öllu nema rækjum. Færð jafnvel afslátt út á það.
Láttu endilega sjá þig hérna fyrir sunnan.

10:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aulalegt að viðurkenna þetta en við mútta klikkuðum alveg á að fá okkur Acarajé þegar við vorum í Salvador... þvílíkir lúðar :-(

7:33 e.h.  
Blogger Helgi Thor said...

Það ótrúlegt klikk, finnst mér. Þið verðið bara að koma aftur sem fyrst og bæta úr þessu.

9:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þórhildur komin með þvílíkt ljósku - skvísu nafn Luciana Cavalconti, og dalamaðurinn er og verður enginn annar en Bruno Lopez

6:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home