laugardagur, janúar 21, 2006

Laugardagur í Janúar

Jæja, það er víst kominn tími til að færa eitthvað inn í þetta blogg, þetta er búið að vera ansi lélegt hjá mér undanfarið. Næstum því fyrsti póstur nýja ársins, sem er ekkert svo nýtt lengur.

En talandi um nýtt ár, þá heyrði ég einhvern tíman að fyrsta vika ársins gæfi til kynna um hvernig árið í heild myndi verða. Ekki það að ég leggi eitthvað sérstaklega mikla trú á það, en þetta ár byrjaði bara nokkuð vel, allavegana betur en síðasta. Ekkert sérstaklega mikið um vinnu, en það sem er í gangi hefur verið fjárhagslega gott og það hefur gefist tími til að stunda seglbrettanámskeiðið, farið á ströndina og haft það bara næs.

Hvað um það, ég byrjaði laugardaginn á því að fara á verkstæðið hjá Giuseppe, sem ítalskur og lítur út eins og vélvirki hjá Ferrari. Það var ýmislegt sem þurfti að dytta að, dynkir í framhjólunum, bilað framljós, biluð flauta og lekandi rúðupiss. Ég endaði með því að skipta um öll dekk og hinu flestu var reddað líka, nema rúðupissinu. Það gafst ekki tími í það því þeir hætta að vinna á hádegi á laugardögum, en það skiptir ekki svo miklu máli, því hér eru náungar á öðrum hverjum gatnamótum æstir í að þrífa framrúður fyrir smápening.

Við borðuðum síðan heima í hádeginu, kjúklingabryngur með salati og fékk mér líka soðið ¨macaxeira¨(líka kallað mandioca eða manioc og cassava), rót sem er mikið notuð hér í matargerð). Allt um þess rót hér.

Seinni partinn röltum við síðan hérna niður á strandgötu, fengum okkur acarajé og horfðum á sólina setjast.

Drifum okkur síðan í bíó og sáum ¨Stay¨ með Ewan McGregor. Mögnuð mynd sem maður hugsar um lengi á eftir og langar helst til að sjá sem fyrst aftur.

Á heimleiðinni stoppuðum við á Praia de Iracema, þar sem var svokallað pre-carnaval á fullu. En það er svona mini-carnaval á undan aðal kjötkveðjuhátíðinni, litlir hópar sem koma saman og spila samba, frevo, og þramma stutta vegalengd eftir nokkrum götum. Þar var mikið fjör og fylgdust við með því í smá stund.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Webcam

Þá er maður loksins kominn með webcam og þar með enn lengra inn í 21. öldina. Ekki það að ég hafi einhver not fyrir hana eins og er, en ég fékk hana á tilboði með nýjum skjá sem ég fékk mér í vinnuna og Marcia á víst vinkonu sem er með svona græju líka, þannig að þær geta allavegana skemmt sér við þetta.
Þetta ýtir kannski á aðra að fjárfest í svonalöguðu líka, þetta kostaði nú ekki nema 79 BRL sem eru rúmar 2000 ISK samkvæmt XE.
Maður varð nottla að prófa þetta þannig að ég tók nokkrar sjálfsmyndir og tvær út um gluggann.
















Fyrsta myndin tekin Önnur myndin tekin
Sú þriðja Nóg komið af þessari vitleysu
Útsýni til vinstri Útsýni til hægri