sunnudagur, ágúst 29, 2004

Brottförin tafðist og vorum við ekki komin til Mundaú fyrr en á hádegi. Stoppuðum aðeins á leiðinni og keyptum ost á einu býli við veginn. Við komum okkur fyrir, kveiktum upp í grillinu og síðan fórum við Marcia út á strönd í smá bað á meðan mamma hennar og Celia ráðskona, sáu um matinn. Þegar við komum til baka var fiskurinn nánast tilbúinn og fljótlega snæddur.

Eftir matinn fórum við síðan í bað í ánni og um kvöldið spiluðum við War.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home