sunnudagur, ágúst 29, 2004

Brottförin tafðist og vorum við ekki komin til Mundaú fyrr en á hádegi. Stoppuðum aðeins á leiðinni og keyptum ost á einu býli við veginn. Við komum okkur fyrir, kveiktum upp í grillinu og síðan fórum við Marcia út á strönd í smá bað á meðan mamma hennar og Celia ráðskona, sáu um matinn. Þegar við komum til baka var fiskurinn nánast tilbúinn og fljótlega snæddur.

Eftir matinn fórum við síðan í bað í ánni og um kvöldið spiluðum við War.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Helgarferð til Mundaú

Vöknuðum snemma og keyptum fisk hérna niður á strönd, glæsilegan pargo nýkominn úr sjónum, sem fer síðan á grillið síðar í dag. Erum núna að leggja í hann til Mundaú, vonandi að það gangi upp í þetta sinn.

Förum héðan og náum í liðið, mömmu Marciu og krakkana tvo Rafael og Kelly.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Vaknaði ekki fyrr en klukkan 9 í morgun. Við fórum nefnilega á nýjan bar með André og Akemi í gærkvöldi og þá fékk maður sér náttúrulega nokkra bjóra. Ágætis bar, Bar do Papai eða Pabbabar á íslensku.

Ætlunin er að skella sér til Mundaú á morgun og fórum við því í smá innkaupaleiðangur fyrir hádegi, keyptum nammi fyrir krakkana og í matinn fyrir okkur. Náðum okkur síðan í grillaðan kjúkling á leiðinni heim í hádegismat.

Fór síðan að vinna kl. 15, en það var lítið að gera. Bara þetta venjulega tilboð fyrir stórmarkaðinn Päo de Açúcar.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Byrjun

Jaeja, thá er madur kominn í bloggid líka. Ég veit ekki hvort ég muni nenna thessu mikid. Sjáum til.