þriðjudagur, júní 24, 2008

Á vellinum

Ég fór á völlinn um daginn að "skjóta" fyrir smá auglýsingu sem ég er að gera fyrir annað fótboltafélagið hér í bæ, Ceará SC. Ég fór með myndatökumanni og aðstoðarmanni upp í stúkuna þar sem aðal stuðningsmennirnir halda sig. Þar var svaka stemmning en á sama tíma var þetta hálf "scary", því það er sagt að þetta séu meira og minna krimmar sem halda sig þarna og hrópuðu allir í kór "Uh, vai morrer! Uh, vai morrer!" (þýð. Ú, þú munt deyja! Ú, þú munt deyja!) þegar við færðum okkur inn á svæðið, en þessu var ekki beint að okkur, sem betur fer, heldur stuðningsmönnum hins liðsins. Einn þeirra huldi andlitið með bolnum þegar við snérum myndavélinni í hans átt og er örugglega eftirlýstur af lögreglunni.



Það er líka hægt að sjá myndabandið í betri gæðum á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=v-Zwlepflr4
og smella á "watch in high quality".