mánudagur, apríl 10, 2006

XE.com

Bara láta vita af nokkuð góðum myntbreyti, eða hvað er annars hægt að kalla svona græju sem breytir úr einni mynt í aðra?
Hvað um það, XE.com getur umreiknað í og úr hvaða mynt sem er. Ég setti slóðina á The Full Universal Currency Converter hérna við hliðina.

laugardagur, apríl 08, 2006

Flugfargjöld á útsölu

Í mars var það flugfélagið Gol sem var með svaka tilboð á flugmiðum til hinna ýmsu borga landsins, aðeins R$ 50,00 + skattar hver leið, sem er ansi vel sloppið. Þessi tilboð voru einungis seld í gegnum netsíðu Gol um helgar og var byrjað að selja kl. 22 á föstudagskvöldum. Fyrsta kvöldið fór algerlega fram hjá okkur og annað kvöldið var engin leið á tilboði frá Fortaleza, en þriðja kvöldið biðum við tilbúin fyrir framan tölvuskjáinn kl. 22. Það hafa örugglega aðrir 300.000 verið með sömu hugmynd, því síðurnar voru ansi lengi að hlaðast inn og þetta var bölvað maus.
Það var þarna hægt að fá fargjöld frá Fortaleza á einhverja staði, t.d. Belém og Salvador, en það voru ekki öll flugin á tilboði, þannig að það reyndist erfitt að finna eitthvað sem hentaði mér, þ.e. að fara á föstudagskvöldi og koma til baka á mánudagsmorgni.
Í dag var síðan TAM með frábært tilboð á fargjöldum frá Fortaleza, allt að 85% afsláttur á útleiðinni og bakaleiðin ókeypis. Ég hafði fengið einhvern email um þetta í gær, en ég gaf ekkert mikið í þetta, maður er alltaf að fá einhver tilboð sem lofa gulli og grænum skógum. En í morgun hringir Paulo í mig nokkuð ákafur og segist hafa keypt miða til Sao Paulo fyrir R$ 400 fram og til baka. Við Marcia ákváðum að kíkja á eina ferðaskrifstofu og skoða málin. Það var dálítill æsingur inni á litlu ferðaskrifstofunni og biðum við í korter áður en við fengum afgræðslu af einni af þremur afgreiðslustúlkum skrifstofunnar. Við vorum með ýmsa staði í huga, sem við gætum skroppið til á lengri helgi, t.d. páskunum eða helginni eftir, þegar Tiradentes-dagurinn kemur upp á föstudegi. Maceió, Salvador, Joao Pessoa, Sao Luís eða Recife, komu allir til greina en það hittust aldrei á flug sem hentuðu okkur og kerfið datt út tvisvar og ég farinn að vera aðeins pirraður á þessu og meira fólk komið inn á skrifstofuna og orðið pirrað líka á því að fá enga afgreiðslu. En eftir u.þ.b. tvo tíma vorum við komin með farmiða til Recife kl. 0415 laugardagsmorguninn 29/03 og til baka kl. 2340 mánudagskvöldið 1. maí. Þrír heilir dagar í höfuðstað Pernambuco á aðeins R$ 340,00 fyrir okkur tvö.
Hvorugt okkar hefur komið til Recife, þannig að þetta verður bara gaman.

mánudagur, apríl 03, 2006

Guaramiranga - Myndir

Setti upp nokkrar myndir frá ferðinni til Guaramiranga. Þær er hægt að sjá hér.